Gjöf til minningar um Teit

Foreldrar Gígju og Teits, ásamt fulltrúm Minningarsjóðs Heimahlynningar.
Foreldrar Gígju og Teits, ásamt fulltrúm Minningarsjóðs Heimahlynningar.

Minningarsjóði Heimahlynningar á Akureyri barst á dögunum kærkomin gjöf frá Gígju Birgisdóttur og fjölskyldu hennar í Lúxemborg. Gjöfina gáfu þau til minningar um bróður Gígju, Teit Birgisson, sem þakklæti fyrir alla þá ómetanlegu hjálp og stuðning sem starfsfólk Heimahlynningar sýndi Teiti og fjölskyldu í veikindum hans síðustu ár. Teitur hefði orðið 45 ára þann 6. desember en hann lést þann 1. mars síðastliðinn. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.

Hluta gjafarinnar var ráðstafað til kaupa á vönduðum hvíldarstól með fótskemli og lyftu, en slíkur stóll mun koma að góðum notum fyrir skjólstæðinga Heimahlynningar.  Það voru foreldrar Gígju og Teits heitins, þau Birgir B. Svavarsson og Alma K. Möller sem afhentu gjöfina fyrir hönd fjölskyldunnar. Þau eru hér á myndinni til hliðar ásamt fulltrúum Minningarsjóðs Heimahlynningar, þeim Auðbjörgu Geirsdóttur, Kristínu S. Bjarnadóttur og Ingu Margréti Skúladóttur."

Nýjast