Gjaldskrá leikskóla og fæðisgjald hækkar og sumarlokun í 4 vikur

Skólanefnd Akureyrar samþykkti á fundi sínum gær tillögu að fjárhagsáætlun fræðslu- og uppeldismála fyrir fjárhagsárið 2010. Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir því að rekstarkostnaðurinn verði rúmir 4,2 milljarðar króna sem er sama upphæð og gert var ráð fyrir í ramma.  

Forsendur eru m.a. þær að gjaldskrá leikskóla hækki um 8%, gjaldskrá fæðis í leikskóla hækki um 10% í samræmi við verðlag og að sumarlokun í leikskólum verði 4 vikur. Þá er þegar komin til framkvæmda  lækkun á kostnaði í frístundum grunnskólanna og í Tónlistarskólanum vegna skipulagsbreytinga ásamt því sem gjaldskrá Tónlistarskóla hækkar um 8% frá áramótum. Að öðru leyti verður grunnþjónustan með sambærilegum hætti og verið hefur árið 2009, segir í bókun skólanefndar.

Nýjast