Hina sumarmánuðina voru þeirri færri, um 6.150 í júlí og svo um 4.200 í ágúst. Gestir í Vaglaskógi eru þó mun fleiri, en mikill fjöldi fólks leggur leið sína í skóginn og dvelur þar dagpart. „Sumarið var mjög gott, einkum erum við ánægð með hvernig ágúst kom út, en veðrið var ekkert sérstakt undir það síðasta, en samt fengum við fjölda gesta," segir Sigurður Skúlason skógarvörður í Vaglaskógi.
Þá nefnir hann að júní vinni mjög á, enda sé skógurinn opnaður mun fyrr nú hin seinni ár en var áður. „Við opnuðum yfirleitt ekki fyrr en í kringum miðjan júní, en nú getum við opnað um mánaðamót og það skiptir auðvitað máli," segir Sigurður. Veðurfarið skiptir þar mestu, aukin hlýindi undanfarna vetur gera það að verkum að snjór er minni í Vaglaskógi hin síðari ár. Sigurður segir að ásókn aukist sífellt í að komast inn á svæði með hjól-og fellihýsi og hafa þau þar til lengri tíma, eða yfir allt sumarið.
„Fólk virðist margt hvert heldur vilja vera á einum föstum stað frekar en að draga gististaðinn á eftir sér hingað og þangað. Við verðum í það minnsta vör við aukna ásókn hjá fólki sem vill koma sér varanlega fyrir í Vaglaskógi yfir sumarmánuðina," segir Sigurður.