Getum unnið öll lið

Arnór Atlason verður í eldlínunni í dag. Mynd/Þröstur Ernir.
Arnór Atlason verður í eldlínunni í dag. Mynd/Þröstur Ernir.

Evrópumótið í handknattleik karla stendur nú yfir í Danmörku og verður Ísland í eldlínunni kl. 17:00 er liðið mætir Ungverjalandi. Þettar er annar leikur liðsins í riðlakeppninni en Ísland lagði Noreg í fyrsta leiknum. Arnór Atlason er einn af landsliðsmönnunum okkar og segir í ítarlegu spjalli við Vikudag að Ísland geti gert góða hluti á mótinu.

„Við eigum möguleika gegn öllum liðum en getum að sama skapi tapað fyrir öllum. Ef við vinnum Ungverja erum við komnir í góð mál upp á framhaldið að gera.“ Arnór glímdi við meiðsli í aðdraganda mótsins og var því tvísýnt um hans þátttöku á EM. „Ég er búinn að hrista meiðslin af mér og það er frábært að vera með og geta vonandi hjálpað liðinu.“

throstur@vikudagur.is

Nánar er rætt við Arnór í prentútgáfu Vikudags um dvölina á Akureyri og handboltaferilinn.

 

 

Nýjast