Gestum Hofs fer ört fjölgandi

Ingibjörg Stefánsdóttir fyrir utan Hof.
Ingibjörg Stefánsdóttir fyrir utan Hof.

Á aðalfundi Menningarfélagsins Hofs á dögunum fram að félagið hafi skilað rekstrarafgangi. Hof hefur nú hafið sitt fimmta starfsár og reksturinn hefur gengið vel frá upphafi er fram kemur í fréttatilkynningu. Nýliðið starfsár var þar engin undantekning. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Hofs, segir ánægjulegt að sjá hækkandi hlutfall sjálfsaflafjár og stöðugleika í rekstrinum. Gestum Hofs hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. Í tölum fyrir árið 2014 má sjá aukningu alla mánuði ársins, nema í mars. Í maí komu til að mynda tæplega 32.000 gestir í Hof sem er 62% aukning frá því í maí í fyrra.

Nýjast