Gervigrasið í Boganum verður endurnýjað

Dekkjakurl sem grunur leikur á að sé heilsuspillandi er að finna í Boganum.
Dekkjakurl sem grunur leikur á að sé heilsuspillandi er að finna í Boganum.

Dekkjakurl er víða á gervigrasvöllum á Akureyri, m.a. í Boganum, þar sem um 1.500 börn stunda æfingar að jafnaði í hverri viku, og á skólalóðum bæjarins. Mikil umræða hefur verið um dekkjakurl á gervigrasvöllum en greint hefur verið frá því að krabbameinsvaldandi efni séu í kurlinu, þó ekki hafi tekist að sýna með óyggjandi hætti að það hafi áhrif á heilsu iðkenda.

Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi og formaður íþróttaráðs Akureyrarbæjar, segir að til standi að fara í endurnýjun á gervigrasinu í Boganum í byrjun næsta sumars. Spurð um sparkvelli bæjarins segir hún þá muna uppfylla þær kröfur sem gerðar eru hverju sinni þegar grasið verður endurnýjað. Hún segir það ekki hafa verið rætt að börn æfi annarsstaðar meðan málið er í skoðun. Nánar er fjallað um þetta mál og rætt við Ingibjörgu í prentútgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast