Gervigrasið í Boganum skapar slysahættu

Gervigrasið í Boganum þykir beinlínis hættulegt.
Gervigrasið í Boganum þykir beinlínis hættulegt.

Forsvarsmenn Íþróttafélagsins Þórs á Akureyri vilja fá nýtt gervigras í Bogann. Á langtímaáætlun hjá Akureyrarbæ var áætlað að skipta um gras á þessu ári, en því var frestað um eitt ár. Eiður Arnar Pálmason, framkvæmdastjóri Þórs, segir það alvarlegt mál ef bærinn trassi það að skipta um gras. „Það lítur ekki út að það verði skipt um gras í sumar, sem er grafalvarlegt mál og mjög slæmt. Þetta er beinlís hættulegt ástand sem þarna er og í raun forkastanlegt af bænum að gera ekkert í málunum,“ segir Eiður.

Boginn var tekin í gagnið árið 2003 og því er gervigrasið um tólf ára gamalt. Gróflega er áætlað að nýtt gras kosti um 60-70 milljónir króna. Um 1.500 iðkendur æfa í Boganum í hverri viku.

-þev

Nýjast