Gerður, Guðmundur og Hannes vilja 1. sætið hjá Framsókn

Hannes Karlsson framkvæmdastjóri Grófargils og formaður stjórnar KEA og Guðmundur Baldvin Guðmundsson skrifstofustjóri Stapa lífeyrissjóðs, hafa ákveðið að gefa kost á sér í 1. sætið á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri næsta vor. Gerður Jónsdóttir varabæjarfulltrúi flokksins, stefnir einnig á fyrsta sætið en hún skipaði 2. sætið við síðustu kosningar.  

Jóhannes G. Bjarnason, eini bæjarfulltrúi flokksins, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn. Ákveðið hefur verið að viðhafa prófkjör við val í sex efstu sæti á framboðslista Framsóknarflokksins Akureyri og fer það fram þann 23. janúar á næsta ári.

Nýjast