12. október, 2009 - 15:50
Fréttir
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum fyrir helgi, að ganga til samninga við SS Byggi ehf. á Akureyri um lokafráfang á
Íþróttamiðstöð Giljaskóla, en samkvæmt bókun frá fundinum var fyrirtækið með hagkvæmasta tilboðið.
Fyrirtækið Eykt ehf. í Reykjavík, átti lægsta tilboð í verkið, rúmar 272,6 milljónir króna en SS Byggir átti
næst lægsta tilboð, rúmar 276,1 milljón króna.
Alls bárust 14 tilboð í verkið frá 12 aðilum og voru þau öll undir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á
rúmar 355,4 milljónir króna. Verkframkvæmdin er um það bil hálfnuð. Það sem er eftir er uppsetning á þaki á
íþróttasal, gluggaísetning og glerjun, hurðaísetning, frágangur á húsi að utan og innan og frágangur á lóð.
Verkinu skal lokið 15. júlí á næsta ári.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Eykt
ehf 272.677.627
76,7% af kostnaðaráætlun
SS Byggir
ehf
276.111.330 77,7% af kostnaðaráætlun
Al-Verk
ehf 279.960.849
78,8% af kostnaðaráætlun
ÁK Smíði ehf frávikstilboð 281.093.355
79,1% af kostnaðaráætlun
ÁK Smíði
ehf 284.131.755
79,9% af kostnaðaráætlun
H.Á. Byggingaverktakar ehf 299.626.207 84,3% af
kostnaðaráætlun
Virkni
ehf 307.581.920
86,5% af kostnaðaráætlun
OSSI
ehf 310.635.735
87,4% af kostnaðaráætlun
Sveinbjörn Sigurðsson ehf 324.428.466 91,3% af
kostnaðaráætlun
Tréverk
ehf 325.241.985
91,5% af kostnaðaráætlun
Hyrna
ehf
333.629.047 93,9% af kostnaðaráætlun
Fjölnir
ehf 334.820.654
94,2% af kostnaðaráætlun
Stefán Einarsson ehf frávikstilboð 347.879.890 97,9% af kostnaðaráætlun
Stefán Einarsson
ehf 352.952.890
99,3% af kostnaðaráætlun