„Geng ekki með formanninn í maganum“

Brynhildur Pétursdóttir. Mynd/Þröstur Ernir
Brynhildur Pétursdóttir. Mynd/Þröstur Ernir

„Mér finnst þetta áhugaverð hugmynd og markmiðið með henni væri einmitt að gefa þessum formannstitli minna vægi. Þetta væri starf sem þingmaður myndi sinna í eitt ár að því tilskyldu að flokksmenn samþykki,“ segir Brynhildur Pétursdóttir þingkona Bjartrar framtíðar í NA-kjördæmi. Formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, hefur lagt það til að embættum flokksins verði róterað Björt framtíð hefur mælst með lítið fylgi í skoðanakönnunum eða um 3-4% og næði ekki manni á þing ef gengið yrði til kosninga nú.

Spurð hvort hún væri tilbúinn í að gegna formennsku fyrir flokkinn segir Brynhildur: „Ef röðin kæmi að mér væri ég tilbúin í þetta eins og hvað annað sem mér hefur verið falið innan flokksins, en ég geng ekki með formanninn í maganum,“ segir hún.

-þev

Nýjast