Geir Kristinn formaður Norðurorku
Ný stjórn Norðurorku var kosin á hluthafafundi fyrr í vikunni og er Geir Kristinn Aðalsteinsson nýr formaður og Ingibjörg Ólaf Isaksen varaformaður. Fundurinn var boðaður að beiðni meirihluta bæjarstjórnar Akureyrarbæjar sem er stærsti hluthafinn í félaginu.Í stjórn voru kosnir eftirtaldir aðalmenn: Edward Hákon Huijbens, Geir Kristinn Aðalsteinsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir. Njáll Trausti er ritari stjórnar og þau Edward Hákon og Friðbjörg Jóhanna eru meðstjórnendur. Þá voru kosnir eftirfarandi varamenn: Matthías Rögnvaldsson, Óskar Ingi Sigurðsson, Jóhann Jónsson, Eva Hrund Einarsdóttir og Margrét Kristín Helgadóttir.