Geir Kristinn formaður Norðurorku

Geir Kristinn Aðalsteinsson.
Geir Kristinn Aðalsteinsson.

Ný stjórn Norður­orku var kos­in á hlut­hafa­fundi fyrr í vikunni og er Geir Krist­inn Aðal­steins­son nýr formaður og Ingi­björg Ólaf Isak­sen vara­formaður. Fund­ur­inn var boðaður að beiðni meiri­hluta bæj­ar­stjórn­ar Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar sem er stærsti hlut­haf­inn í fé­lag­inu.Í stjórn voru kosn­ir eft­ir­tald­ir aðal­menn: Edw­ard Há­kon Huij­bens, Geir Krist­inn Aðal­steins­son, Njáll Trausti Friðberts­son, Ingi­björg Ólöf Isak­sen og Friðbjörg Jó­hanna Sig­ur­jóns­dótt­ir. Njáll Trausti er rit­ari stjórn­ar og þau Edw­ard Há­kon og Friðbjörg Jó­hanna eru meðstjórn­end­ur. Þá voru kosn­ir eft­ir­far­andi vara­menn: Matth­ías Rögn­valds­son, Óskar Ingi Sig­urðsson, Jó­hann Jóns­son, Eva Hrund Ein­ars­dótt­ir og Mar­grét Krist­ín Helga­dótt­ir.

 

Nýjast