"Geir er yndislegur"

Kristín og Sóley María/mynd karl eskil
Kristín og Sóley María/mynd karl eskil

Mæðgurnar Kristín S. Bjarnadóttir í Sigluvík á Svalbarðsströnd og Sóley María Bjaradóttir heimsóttu í dag Geir Þórisson, sem dæmdur var til tuttugu ára fangelsinsvistar og hefur nú afplánað sextán ár í Greensville fangelsinu í Virginíu í Bandaríkjunum. Kristín setti stutta færslu á Facedbook-síðuna sína.“ Kæru þið öll, við erum komnar út í frelsið. Allt gekk vel fyrir utan smá byrjunarerfiðleika varðandi fötin mín. Geir er yndislegur, hógvær, hlýr, athugull og gefandi. Allt þetta vissum við reyndar áður en það var engu líkt að hittast. Allt þarna var engu líkt reyndar,“ skrifar Kristín og boðar frekari skrif síðar.

 

Nýjast