Garpar synda á Þorláksmessu

Það hefur færst í vöxt að garpar, þ.e. sundfólk 25 ára og eldra, hittast á Þorláksmessu til að synda 1500 m á tíma. Slíkt sund mun í ár fara fram á nokkrum stöðum á landinu. Á Norðurlandi verður synt í Sundlaug Akureyrar og Sundlaug Húsavíkur. Hefst sundið á báðum stöðum kl. 11.


Sundið er hugsað fyrir allan almenning og þótt garpaflokkur sé fyrir 25 ára og eldri er Þorláksmessusundið hugsað fyrir 20 ára og eldri. Frjáls sundaðferð er leyfð en ekki er leyfilegt a nota hjálpartæki (froskalappir, spaða eða önnur tæki sem gætu aukið hraða sundmanna). Sundsamband Íslands vonar að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í þessum viðburði sem fyrst og fremst er hugsaður sem sem skemmtun og jafnvel áskorun fyrir marga. Eina gjaldið felst í því að borga sig ofan í laugina og á Akureyri er stefnt á að fara á kaffihús að sundi loknu, segir í fréttatilkynningu.

Nýjast