Garpar og Mammútar fara vel af stað á Íslandsmótinu í krullu og hafa unnið báða sína leiki til þessa á mótinu, en önnur umferð Íslandsmótsins var leikin í gær í Skautahöll Akureyrar. Garpar lögðu Üllevål 1:0 og Mammútar sigruðu Svarta gengið 10:5. Önnur úrslit urðu þau að Riddarar lögðu Fífurnar 5:3 og Skytturnar höfðu betur gegn Víkingum 4:3.
Þriðja umferð mótsins fer fram mánudaginn 1. febrúar og þá mætast einmitt Mammútar og Garpar. Þriðja umferðin lítur þannig út:
Braut 1: Riddarar - Svarta gengið
Braut 2: Víkingar - Fífurnar
Braut 4: Üllevål - Skytturnar
Braut 5: Mammútar - Garpar