Garpar og Mammútar taka forystuna í Janúarmótinu í krullu

Garpar og Mammútar hafa tekið forystu í sínum riðlum í Janúarmótinu í krullu og eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina, en önnur umferð mótsins var leikin í gær í Skautahöll Akureyrar.

Í A- riðli höfðu Garpar betur gegn Skyttunum, 6:4, og Víkingar lögðu Svarta gengið af velli, 4:2. Í B- riðli sigruðu Mammútar Fífurnar, 6:3, og Büllevål burstaði Riddarana 11:3.

Lokaumferðin verður leikin mánudagskvöldið 11. janúar næstkomandi en þá eigast við:

A- riðill

Braut 1: Víkingar - Garpar
Braut 2: Skytturnar - Svarta gengið

B- riðill

Braut 3: Mammútar - Büllevål
Braut 4: Riddarar - Fífurnar

Nýjast