Garpar bikarmeistarar í krullu

Garpar eru bikarmeistarar í Krullu eftir að liðið lagði Fífurnar örugglega að velli, 9:0, í úrslitaleiknum í Skautahöll Akureyrar í gærkvöld, en alls kepptu átta lið á mótinu. Þetta er í sjötta skiptið sem Bikarmót Krulludeildarinnar er haldið og hafa Garparnir þrívegis borið sigur úr býtum á mótinu.

Keppt var um bikar sem Garpar gáfu árið 2005 til minningar um Magnús E. Finnsson, fyrrum formann Skautafélags Akureyrar og liðsmann Garpanna.

Nýjast