Gangagröftur stöðvaðist í tvo mánuði

Starfsmenn Ósafls fóru á árabát inn í göngin Fnjóskadalsmeginn.
Starfsmenn Ósafls fóru á árabát inn í göngin Fnjóskadalsmeginn.

Erfitt berg í Vaðlaheiðargöngum hefur gert það að verkum að lítið hefur gengið að bora undanfarnar vikur og mánuði. Göngin lengdust um alls sjö metra í síðustu viku og er það í fyrsta sinn síðan í lok júlí í sumar að sprengt er í þeim. Göngin höfðu því ekkert lengst í tæpa tvo mánuði. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir verktakann vera á blautu og leiðinlegu svæði.

Engin gangagröftur hefur verið Fnjóskadalsmegin undanfarna mánuði vegna vatns inni í göngunum. Í vikunni fór verktakinn á árabát inn í göngin þar sem aðstæður voru kannaðar. Nánar er fjallað um stöðu mála í Vaðlaheiðargöngum í prentútgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast