Í tilefni af því að Kim Kardashian og Kanye West eru farin af landi brott eftir að hafa fangað athygli landans í nokkra daga er ekki úr vegi að rifja upp Íslandsför annarrar stórstjörnu úr Vesturheimi.
Gamla fréttin að þessu sinni er af laxveiðum Bing Crosby í Laxá í Aðaldal, hún birtist upphaflega í Degi 7. ágúst 1969.
Leikarinn og söngvarinn Bing Crosby veiddi nýlega fjóra laxa í Laxá í Aðaldal og var athöfnin kvikmynduð. Stærsti laxinn vóg 18 pund og lét hinn aldraði veiðimaður vel yfir og undraðist, eins og fleiri, að leyft skuli annað agn í slíkri á en fluga. Sjónvarpsmenn frá BBC voru nýlega að kvikmynda för Óðins til undirheima og völdu Krísuvík, sem myndatökustað. Með hverju árinu sem líður leita erlendir kvikmyndatökumenn meira til íslands vegna sérstæðrar náttúru og einnig þess, að það er lítt troðið land í þeim efnum. En sjálfir eiga landsmenn bæði landið og fjölda fornra sagna, sem er verðugt kvikmyndaefni og flestu öðru liklegra til að kynna uppvaxandi kynslóðum atburði liðinna alda — sjálfa íslandssöguna.