Gamaldags uppáhelling í tísku

Hildur Friðriksdóttir heldur námskeið í Símey í mars þar sem hún fer yfir kaffiuppáhellingar í heimahúsum. Þetta er í annað sinn sem Hildur heldur námskeið sem snýr að kaffi í Símey. Hún segir tískustrauma í kaffibransanum eins og öðru og að „trendið“ í dag séu gamaldags uppáhellingar. „Til dæmis að sjóða vatn og hella í gegnum filter er að koma sterkt til baka,“ segir Hildur en nánar er rætt við hana í prentútgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast