Gámakortin nú í síma

Akureyri úr lofti.    Mynd Hörður Geirsson
Akureyri úr lofti. Mynd Hörður Geirsson

Löngum var svo að  til þess að henda rusli á gámasvæðinu við Réttarhvamm þurfti að hafa  meðferðis  klippikort og  ef það var fullnýtt  var ekki um annað að ræða en  fara á bæjarskrifstofurnar og fá nýtt.  Þetta fyrirkomulag gat átt það til að fara í taugarnar á fólki sem etv ,,vaknaði“ upp við það að klippikortið góða var fullklippt og kerran fulla þyrfti að vera þannig  því það var laugardagur  og ekki hægt  að fá nýtt kort fyrr en á mánudagsmorgni.  Nú er í boði rafrænt klippikort sem hægt er að nálgast með aðstoð íbúaapps Akureyrar.   Á heimasíðu bæjarins má lesa eftirfarandi:

,,Rafræna gámakortið kemur í stað gömlu pappakortanna sem fólk hefur notað fram að þessu. Rafræna kortið hefur fólk við höndina í símanum sínum og hakar við í appinu þegar farið er með úrgang til losunar. Hverri fasteign fylgja 16 klipp á ári en aðeins einn eigandi getur sótt inneign fyrir hverja fasteign. Viðkomandi getur hins vegar gefið klipp áfram til annarra fjölskyldumeðlima. Auk þess er hægt að kaupa inneign í appinu ef 16 klipp duga ekki yfir árið. Rétt er að geta þess að gömlu pappakortin gilda enn fyrir þau sem vilja.“   

Íbúaappið er þegar það er skoðað um margt mjög gott og fullástæða til þess að hvetja fólk til þess að sækja sér það, appið er ókeypis og það er hægt að sækja sér það gegnum Appstore eða Google Play. 

Leitarorðið er Akureyri

Nýtt rafrænakortið 


Athugasemdir

Nýjast