Fyrrverandi og núverandi eigendur ísbúðarinnar Brynju á Akureyri afhentu nýverið peningagjöf til Skammtímavistunnar við Þórunnarstræti að upphæð 175.000 kr., sem er afrakstur á íssölu og íslögunnar sem var á matarsýningunni Local Food fyrir jól. Einnig var bætt við talsverðri upphæð til viðbótar og verður fjármununum varið til kaupa á tækjum fyrir skammtímaþjónustuna.