Fyrirtæki sem krefjast töluverðar notkunar á raforku geta ekki byggt upp starfsemi á Akureyri vegna lélegs flutningskerfi á raforku. Forsvarsmenn Landsnets hafa lýst því yfir að flutningsgeta rafmagns inn á Akureyri og nágrenni sé ekki nægileg. Þetta þýðir að Akureyrarbær er í þeirri stöðu að þurfa að vísa áhugasömum iðnfyrirtækum annað ef starfsemi þeirra krefst töluverðrar raforku.
Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við Háskólann á Akureyri og áheyrnarfulltrúi í skipulagsnefnd Akureyrarbæjar, segir ástandið óboðlegt og óttast að þetta muni vera staðan næstu 4-6 árin. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.
-þev