30. janúar, 2007 - 08:40
Fréttir
Lögreglan á Akureyri hefur krafist gæsluvarðhalds yfir þremur ungmennum sem eru í haldi lögreglunnar vegna ýmissa afbrota að undanförnu... Tveir piltar voru handteknir á Akureyri í fyrrinótt og þrjú ungmenni til viðbótar í gær. Talið er að tengsl séu á milli þeirra innbyrðis, en þeim er m.a. gefið að sök að hafa stundað þjófnað, innbrot, bílastuld og fjársvik. Ungmenninum eru á aldrinum frá 15 ára og rétt yfir tvítugt.