Gæs á götuvappi vekur athygli vegfarenda

Gæsin röltir í makindum sínum á Glerárgötunni.
Gæsin röltir í makindum sínum á Glerárgötunni.

Gæs hefur sprangað um á Glerárgötu á Akureyri og næsta nágrenni í dag og vakið athygli vegfaranda. Ökumenn hafa þurft að stoppa og flauta á gæsina sem labbað hefur á miðri umferðargötunni. Fuglinn kippir sér þó lítið upp við það og virðist taka lífinu með stóískri ró í umferðinni.

Á hvaða vegferð gæsin er skal ekki segja en hún kemst vonandi heil að höldnu heim úr ævintýraferðinni.   


Nýjast