Akureyri Handboltafélag hefur undirbúninginn fyrir komandi leiktíð af alvöru um helgina þegar liðið spilar tvo æfingaleiki við FH í Höllinni á Akureyri. Fyrri leikurinn fer fram annað kvöld, föstudag, kl. 20:30 og sá síðari á laugardaginn kemur kl. 11:30.
Akureyri Handboltafélag setur stefnuna hátt fyrir tímabilið og er mikill metnaður hjá félaginu að koma liðinu aftur í fremstu röð. Félagið hefur haldið nánast óbreyttum mannskap frá sl.vetri en hefur bætt við sig tveimur leikmönnum, þeim Heimi Árnasyni og Guðlaugi Arnarsyni.