26. apríl, 2007 - 11:35
Fréttir
Fyrsti báturinn af alls 22 bátum sem Bátasmiðjan Seigla smíðaði fyrir þýskt ferðaþjónustufyrirtæki var sjósettur fyrir stundu. Bátarnir verða að öllum líkindum allir tilbúnir fyrir 15 maí nk. og ætlar þýska ferðaþjónustufyrirtækið að leigja þá út til sjóstangveiði á Vestfjörðum eins áður hefur verið sagt frá í Vikudegi.
Báturinn sem sjósettur var áðan hefur hlotið nafnið Bobby og var að sjálfsögðu öllum hefðum fylgt við skírnina. Kampavínsflaska var brotin á honum við gleði viðstaddra iðnaðarmanna sem unnið hafa að verkinu.