Fyrsta umferð Janúarmótsins í krullu leikinn í gær

Fyrsta umferð Janúarmótsins í krullu fór fram í Skautahöll Akureyrar í gærkvöld. Fyrir leikina var dregið í riðla. Í A-riðli leika Garpar, Skytturnar, Víkingar og Svarta gengið og í B-riðli eru Büllevål, Riddarar, Mammútar og Fífurnar.

Úrslit kvöldsins voru þannig:

A-riðill:
Garpar - Svarta gengið   6-3
Skytturnar - Víkingar   9-3

B-riðill:
Büllevål - Fífurnar  8-9
Riddarar - Mammútar  0-10

Næstu leikir eru á morgun, miðvikudaginn 6. janúar, og þá eigast við:

Braut 1: Büllevål - Riddarar
Braut 2: Fífurnar - MammútarBraut 3: Garpar - Skytturnar
Braut 5: Svarta gengið - Víkingar

Nýjast