Fyrsta sjónvarp á Íslandi var á Akureyri

Fyrstu Íslendingarnir sem horfðu á sjónvarp voru búsettir á Akureyri. Það sem meira er þeir horfðu á sjónvarpsútsendinguna á Akureyri  - löngu áður en sjónvarp og sjónvarpsútsendingar urðu almennar í heiminum. Tveir fjarskiptaáhugamenn á Akureyri voru á árunum frá 1934-1936 þátttakendur í upphafi sjónvarps í heiminum, einhverju mesta ævintýri 20. aldar. Þetta voru verkfræðingurinn F.L. Hogg sem tilheyrði Sjónarhæðarsöfnuðinum og Grímur Sigurðsson síðar útvarpsvirkjameistari. Þessi iðja þeirra vakti ekki mikla athygli annarra bæjarbúa  eða landsmanna, enda voru Jónar og Gunnur Íslands og Akureyrar upptekin við að hafa í sig og á í eftirmála kreppunnar miklu.

Á fimmtudaginn 15. mars  kl 17:15 mun Birgir Guðmundsson lektor flytja fyrirlestur í Amtsbókasafninu um þetta ævintýri og leitast við að setja það í samhengi. Fyrirlesturinn er á vegum Amtsbókasafns og fjölmiðlafræðibrautarinnar við Háskólann á Akureyri.

Nýjast