Fyrsta alvöru hretið

Vindar eru farnir að blása á Akureyri. Mynd/Þröstur Ernir
Vindar eru farnir að blása á Akureyri. Mynd/Þröstur Ernir

Farið er að hvessa á Norðurlandi en búist er við vonsku veðri víðast hvar á landinu í dag. Lögreglan á Akureyri hvetur fólk til þess að fylgjast vel með veðurspá fyrir næsta sólarhring og næstu daga. „Full ástæða til þess að fylgjast vel með veðurspánni og færð á vegum. Þetta virðist ætla að verða fyrsta alvöru hretið. Vonum samt að þetta verði lítið. Förum varlega og verum skynsöm," segir á Facebook síðu lögreglunnar.

Veðurspá fyrir landið næstu daga samkvæmt Veðurstofunni er eftirfarandi: Vaxandi norðanátt, hvassviðri eða stormur síðdegis og snjókoma um landið norðvert, en stöku él sunnantil. Norðvestan 18-25 m/s um landið austanvert í kvöld og nótt, en dregur úr vindi vestanlands. Dregur úr vindi á morgun, norðvestan 8-15 norðaustantil annað kvöld og dálítil él, en annars fremur hæg breytileg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti kringum frostmark

 

Nýjast