Fyrirmyndir Bjarna E. Guðleifssonar

Út er komin bókin Fyrirmyndir eftir Bjarna Eyjólf Guðleifsson og er bókin stutt sjálfsævisaga. Bjarni segir í þessari stuttu og myndalausu sjálfsævisögu frá þeim einstaklingum sem hann hefur mætt á lífsleiðinni og hann telur að helst hafi mótað sig.

Bjarni fæddist í Reykjavík árið 1942. Hann var níu sumur í sveit vestur í Dölum og varð þar fyrir miklum áhrifum af náttúru og sveitalífi. Á menntaskólaárunum varð hann fyrir trúarlegum áhrifum í KFUM. Hann stundaði plöntufræðinámí Noregi og tók að loknu námi við rekstri Tilraunastöðvar RALA á Akureyri. Þegar starfsemin var flutt að Möðruvöllum í Hörgárdal settist hann þar að með fjölskylduna sína og hefur búið þar síðan.

Bókin er 79 blaðsíður. Útgefandi er Hólar.

 

karleskil@vikudagur.is

Nýjast