02. nóvember, 2009 - 11:23
Fréttir
Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir SÁÁ, verður með fyrirlestur um kannabisefni og afleiðingar kannabisneyslu, á Akureyri í dag,
mánudaginn 2. nóvember. Á undanförnum árum hefur þeim hugmyndum vaxið fiskur um hrygg meðal ungs fólks að kannabisefni séu ekki eins
slæm og af er látið. Í fyrirlestrinum verður reynt að taka sérstaklega fyrir og fjalla um þessi viðhorf.
Fyrirlesturinn hefst kl. 17.30 í húsnæði Göngudeildar SÁÁ að Hofsbót 4, og verða umræður á eftir. Erindið er
ætlað öllum sem áhuga hafa á málefninu, en starfsfólk heilsugæslu, félagsþjónustu, skólanna og foreldrar eru
sérstaklega hvött til að mæta.