Fyrirgefðu

Ásgeir Ólafsson
Ásgeir Ólafsson

Fyrir tveimur árum síðan skrifaði ég bók sem heitir Létta leiðin og var gefin út af bókaforlaginu Veröld. Hún fjallar um það hvernig þú getur náð tökum á matarvenjum þínum með venjulegum mat og drykk, án þess að fara á kúr, stunda svelti eða taka þátt í svokallaðri megrun. Bókin seldist býsna vel og varð að metsölubók sem „mest selda bókin í öllum flokkum“ á Íslandi. Ég varð mjög stoltur og er enn af þeim árangri sem höfundur. Til að setja þetta í samhengi þá seldi ég á tímabili fleiri bækur en Fimmtíu gráir skuggar sem kom út á íslensku á sama tíma.

Vinna mín var loks komið á prent til lesandans með afleiðingum sem ég vonaðist eftir sem var varanlegur árangur, sjálfsstjórn og vit í að greina aðstæður betur. En varð ég ríkur af sölu hennar? Nei. En ég græddi samt miklu meira en peninga.Ég öðlaðist viljan, öryggið og sjálfstæðið til að halda áfram að skrifa. Ég varð ekki milljónamæringur á einni nóttu eins og margir kunna að halda. Það eru margar bækur þarna úti sem eru innihalda frábær skrif, líkt og öll góðu handritin að bíómyndunum sem okkur þykja svo góð. En af hverju þarf að koma bíómynd eða bók númer tvö, þrjú, fjögur og jafnvel fimm í sama flokki?

Af hverju skal eitthvað blóðmjólkað, sem verður svo áberandi slakara með hverju orði sem ofan á það bætist. Stundum þarf að setja punkt til að draga ekki allt verkið niður á núllið. Með metsölubók um heilsu og útgáfusamning á Íslandi og jafnvel erlendis, gæti ég auðveldlega leikið mér og farið að græða peninga. En því fylgir alltaf áhætta. Ég gæti skrifað hvað sem er og búið til nýja innrás á heilsumarkaðinn. „Borðaðu  hamborgara og franskar fimm sinum í viku“ …Eat like a Rhino and look like a star! Þessa bók hefðu margir keypt, og treyst því að hún virkaði þangað til þeir myndu átta sig á því að hún gerir það alls ekki. Á meðan makaði ég krókinn og yrðiríkur. Með þessu fengu öll mín verk , líka Létta leiðin, falleinkunn og öfgafullt samfélagið færi strax að leita sér að nýju nafni til að fylgja og nýjum leiðum og kúrum. Þannig fer þetta í hringi. Spurningin er í raun einföld, viltu vera með eða ekki?

Þetta snýr að heilindum að mínu mati. Að standa með verkum sínum og láta ekki gleypa sig með græðgi og ofstopa. Að horfa fram á veginn. Flestallir starfandi markaðs- og sölustjórar eru mér ósammála núna. En mér er alveg sama um það. Ég held áfram að skrifa, ég held áfram að koma einhverju góðu frá mér. Ég hef allt lífið framundan og ætla að lifa mörg ár til viðbótar og þarf ekki skjótan ágóða sem svo fellir og dregur öll mín verk niður með sér.

Ég vil að mín sé minnst eftir hundrað ár og ætla að finna mitt „Bréf til Láru“ til að gefa út. Ég ætla að gefa mér tíma. Til að gera langa sögu stutta, þá mun ég aldrei horfa á „Into the wild 2“, sama hvað framleiðslurisarnir eða markaðurinn segir mér að gera.

Ásgeir Ólafsson

Höfundur er lífsstíls- og markþjálfi.

Nýjast