Fyllt svínalund með appelsínusósu og eftirréttur

Aðalheiður Guðjónsdóttir sendi matarkrókinn út fyrir landsteinana í síðustu viku, er hún skoraði á vinkonu sína Súsönnu Hammer, sem er búsett í Viborg í Danmörku. Súsanna er mætt hér með bæði aðalrétt og eftirrétt fyrir lesendur Vikudags.

Fyllt svínalund með appelsínusósu.

(fyrir einn)

1 lítil svínalund

Salt og sítrónupipar

Fínt söxuð steinselja

1 dl kjötkraftur

Rifinn appelsínubörkur eða aldinkjöt af einni appelsínu

11/2 dl ferskur appelsínusafi

125g sýrður rjómi 10%

75g pasta

150 g brokkólí eða ferskur spergill

150 g gulrætur

Skerið langsum í lundina opnið hana vel og bankið létt. Stráið salti og sítrónupipar yfir.

Skolið steinselju og þerrið vel. Saxið hana og dreifið henni ofaná kjötið. Lokið kjötinu aftur utan yfir fyllinguna og vefjið með bandi. Brúnið lundina létt á pönnu á báðum hliðum og stráið pipar yfir. Hellið kjötkrafti og appelsínusafa yfir. Setjið lokið á pönnuna og látið malla í um 10 - 15 mín. Takið kjötið uppúr og hrærið sýrða rjómanum saman við soðið. Hitið að suðu og bragðbætið eftir smekk.

Skerið brokkóli og gulrætur í góða munnbita og sjóðið létt. Blandið saman soðnu pasta, brokkolí og gulrótum og berið lundina fram ásamt sósunni.

Góður eftirréttur:

¼ þeyttur rjómi

1-2 dl sýrður rjómi

1 dós ferskjur saxaðar gróft

2-3 Mars brytjuð

nokkrar makkrónukökur muldar

Þessu er öllu blandað saman og sett í litlar skálar.

Súsanna hefur sent boltann aftur til Akureyrar, því hún skorar á vinkonu sína Þórdísi Þórólfsdóttur að mæta með uppskriftir í matarkrók að viku liðinni en Þórdís þykir mjög liðtæk í eldhúsinu. 

Nýjast