Fylkir tók KA í kennslustund

KA-menn gerðu ekki góða ferð suður yfir heiðar í gærkvöldi í deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu þegar þeir mættu Fylki, en síðarnefnda liðið sigraði leikinn 5-1.

Leikurinn byrjaði reyndar ágætlega fyrir KA-menn þegar Janez Vrenko, sem nýkominn er aftur til liðs við KA-menn, skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik.

Því miður seig heldur betur á ógæfuhliðina á hjá KA eftir markið. Fylkismenn jöfnuðu strax í næstu sókn og komust svo í 2-1 stuttu síðar. Ekki batnaði ástandið þegar Ingvi H. Ingvason lét reka sig útaf fyrir að sýna dómara vanvirðingu eftir að dómarinn hafði áminnt hann fyrir brot.

Í síðari hálfleik var nánast einstefna að marki KA-manna enda erfitt að vera einum færri í svo langan tíma. Fylkismenn bættu við þremur mörkum og lokatölur leiksins urðu eins og áður sagði 5-1.

Nýjast