Funicolle áfram til reynslu hjá Þór

Hinn ítalski, Guisepe “Joe” Funicolle, mun snúa aftur til knattspyrnuliðs Þórs til reynslu hjá félaginu. Funicolle lék með Þór gegn KA í æfingaleik fyrr í vetur en sneri aftur til sins heima eftir það.

 

Að sögn heimasíðu Þórs verður Funicolle hjá félaginu til til reynslu og frekari skoðunnar og mun að öllum líkindum leika með Þór í Lengjubikarnum.

Nýjast