Fundur um velferðarstefnu tókst vel

Mynd af Akureyri.is
Mynd af Akureyri.is

Opinn fundur um gerð velferðarstefnu Akureyrarbæjar fór fram í Íþróttahöllinni í gær, miðvikudaginn 30. mars.

Málefni barna, unglinga og barnafjölskyldna voru rædd. Margar góðar hugmyndir litu dagsins ljós, má þar m.a. nefna samfellu í skóla- og tómstundastarfi, sumarlokanir leikskóla, öfluga sérfræðiþjónustu til 18 ára aldurs, fræðslu- og forvarnarmál og margt fleira.

Unnið verður með hugmyndirnar við áframhaldandi stefnumótun.

Myndir frá fundinum má sjá á Facebook-síðu velferðarstefnunnar

Nýjast