19. mars, 2010 - 09:04
Fréttir
Bættar samgöngur - hvað er í veginum? er yfirskrift fundar um samgöngumál, sem haldinn verður í Háskólanum á Akureyri í dag,
föstudaginn 19. mars frá kl. 13-16. Markmið fundarins er að vekja athygli á og efla umræðu um samgöngur og upplýsa þátttakendur um
hvernig þessum málaflokki er fyrirkomið hér á landi.
Með erindi á fundinum verða sérfræðingar Háskólans á Akureyri, Háskólans í Reykjavík og frá
flutningasviði Samtaka verslunar og þjónustu. Allir sem láta sig samgöngumál varða eru hvattir til að mæta. Fundurinn verður í
húsnæði HA að Borgum, 3. hæð, stofu R316.