Fundur um jafnréttismál á Akureyri

Fundurinn fer fram í húskynnum Háskólans á Akureyri.
Fundurinn fer fram í húskynnum Háskólans á Akureyri.

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna sunnudaginn 8. mars 2020 verður eins og áður haldinn fundur á Akureyri um jafnréttismál. Fundurinn fer fram í anddyri Borga við Norðurslóð í húsakynnum Háskólans á Akureyri og byrjar kl. 11:55. Núna er kastljósinu beint að foreldrum – hvernig þeim gangi að samræma uppeldi barna og fjölskyldulíf við atvinnu sína. Sagt er að Ísland komi vel út í alþjóðlegum könnunum á jafnrétti – en hvað segja foreldrarnir – mömmur og pabbar? Hver er þeirra reynsla af jafnrétti í daglegu lífi?

Á fundinum halda eftirfarandi aðilar erindi:

  • Dr. Marta Einarsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknarstofnun HAHvað segja íslenskir foreldrar um hvernig gangi að samhæfa fjölskyldulíf og vinnu?
  • Tryggvi Hallgrímsson sérfræðingur hjá JafnréttisstofuHvað segja íslenskir pabbar um töku fæðingarorlofs og jafnrétti í fjölskyldulífi miðað við pabba í öðrum norrænum löndum?
  • Helga Hrönn Óladóttir skólastýra Streituskólans á AkureyriHverjir eru helstu streituvaldar ungra foreldra á Íslandi og hvaða lausnir?

Fundinn halda Zontaklúbbur Akureyrar, Zontaklúbburinn Þórunn hyrna, Soroptimistaklúbbur Akureyrar og Jafnréttisstofa. Aðgangur er kr. 1000 (léttar veitingar eru innifaldar) sem rennur til Aflsins, samtaka gegn heimilis- og kynferðisofbeldi.


Athugasemdir

Nýjast