15. október, 2009 - 14:23
Fréttir
Evrópusamtökin í Eyjafirði boða til fræðslufundar/námskeiðs á Hótel KEA í dag, fimmtudaginn 15. október og stendur hann
frá kl. 17.00 til 22.00. Yfirskrift fundarins er; Er ESB fyrir okkur? Frummælandi er Jón Sigurðsson lektor við Háskólann í Reykjavík og
fyrrverandi iðnaðarráðherra.
Fjallað verður um hugsanlega aðild Íslands að ESB, þar sem sérstaklega verður horft til áhrifa á helstu grunnþætti íslensks
atvinnulífs. Fundarstjóri er Andrés Pétursson formaður Evrópusamtakanna á Íslandi. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.