Fundur um ferðamál og markaðs- setningu í Eyjafjarðarsveit

Almennur fundur um markaðssetningu ferðaþjónustu í Eyjafjarðarsveit verður haldinn í fundarsal Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi miðvikudagskvöldið. 10. mars kl. 20.30. Ásbjörn Björgvinsson framkvæmdastjóri Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi mætir á fundinn til skrafs og ráðagerða. Allir hagsmunaaðilar og áhugamenn velkomnir.  

Margar góðar tillögur bárust um nafn á nýju fundaraðstöðuna í heimavistarhúsinu við Hrafnagilsskóla. Skipuð var þriggja manna nefnd fulltrúa Félags aldraðra, sveitar¬stjórnar og Lionsmanna til að velja úr tillögunum. Niðurstaða nefndarinnar var að velja nafnið Félagsborg, en tillögu að því nafni átti Guðný Kristinsdóttur á Espihóli. Þetta kemur fram í auglýsingablaði Eyjafjarðarsveitar.

Nýjast