Margar góðar tillögur bárust um nafn á nýju fundaraðstöðuna í heimavistarhúsinu við Hrafnagilsskóla. Skipuð var þriggja manna nefnd fulltrúa Félags aldraðra, sveitar¬stjórnar og Lionsmanna til að velja úr tillögunum. Niðurstaða nefndarinnar var að velja nafnið Félagsborg, en tillögu að því nafni átti Guðný Kristinsdóttur á Espihóli. Þetta kemur fram í auglýsingablaði Eyjafjarðarsveitar.