Kl. 16:10 hefst hátíðardagskrá við Íslandsklukkuna þar sem Stefán B. Sigurðsson, rektor flytur ávarp og fyrrum rektor HA, Þorsteinn Gunnarsson hringir Íslandsklukkunni. Þá mun kór Glerárkirkju syngja fyrir viðstadda og svo er öllum boðið inn í matsal HA í heitt kakó og smákökur. Á bókasafninu opnar myndlistamaðurinn Brynhildur Kristinsdóttir sýninguna; Minningar breytast í myndir og ljóð.
Frummælendur á málþinginu eru: Kristín Ástgeirsdóttir, jafnréttisstýra: Eftir þjóðfund: heiðarleiki,
lýðræði, jafnrétti og sjálfbærni.
Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur: Fullveldi, stjórnarskrá
og stjórnlagaþing.
Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur: Nýtt Ísland?
Fundarstjóri er Guðmundur Heiðar Frímannsson.