Yfirlýsing frá Sigrúnu Björk Jakobsdóttur og Jóni Björnssyni:
Í nóvember síðastliðnum gerðum við hjónin með okkur kaupmála í samræmi við ákvæði hjúpskaparlaga. Kaupmálinn var ekki gerður í þeim tilgangi að skjóta neinum eignum undan. Til að taka af öll tvímæli í þeim efnum höfum við ákveðið að fella hann niður.
Yfirlýsing frá Fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri.
Sigrún Björk Jakobsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins hefur í dag gert fjölmennum fundi Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri grein fyrir þeim málum sem hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum á undanförnum dögum. Ennfremur hefur hún skýrt ráðinu frá því að kaupmáli milli þeirra hjóna verði felldur úr gildi. Fulltrúaráðið lýsir yfir stuðningi við oddvita sinn og hvetur kjósendur til að fylkja liði um öflugan framboðslista sem borinn er fram við komandi bæjarstjórnarkosningar.