Fuglaskoðunarhús sett upp

Sett hafa verið upp fuglaskoðunarhús í Krossanesborgum og Naustaborgum en tilgangurinn með því er að auka möguleikana á útivist og fræðslu. Í húsunum er fín aðstaða, samkvæmt upplýsingum Jóns Birgis Gunnlaugssonar verkefnastjóra umhverfismála hjá Akureyrarbæ. Verið er að vinna kort af þeim fuglum sem eru á svæðunum til að hengja upp í húsin til fróðleiks þeim sem vilja njóta. Ætlunin er svo að tvö hús til viðbótar verði smíðuð og sett upp í Hrísey og í Óshólmum Eyjafjarðarár. Gríðalega mikið fuglalíf er á þessum stöðum, þá sérstaklega í Krossanesborgum og á eftir að aukast í Naustaborgum eftir að hin svokallaða hundatjörn endurheimtist, sem búið var að ræsta fram fyrir margt löngu.

Nýjast