Yrði slík breyting nauðsynleg kjarabót og mikið framfaraskref í þágu nemenda sem nú berjast í bökkum. Mikilvægt er, miðað við núverandi ástand í þjóðfélaginu, að skapa þannig aðstæður að atvinnulausir sjá hag sinn í því að sækja nám en ekki öfugt. Við núverandi ástand er mikil hætta á því að sú fjölgun nemenda sem hefur átt sér stað í háskólum landsins snúi sér upp í andhverfu sína og nemendur sjái sér ekki annað fært en að sækja um atvinnuleysisbætur. Þeir fjármunir skila sér ekki til baka í ríkiskassann, ólíkt námslánum sem námsmenn greiða til baka með vöxtum, segir í ályktun FSHA.