Frístundastyrkur hækkar á Akureyri
Íþróttaráð Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum fyrir áramót að hækka frístundastyrk ungmenna í bænum til íþrótta og tómstundastarfs í 12.000 krónur eða um 20% frá og með 1. janúar 2015. Einnig var ákveðið að hækka aldursviðmið um fjögur ár og þýðir það að frístundastyrkurinn mun nú gilda fyrir öll börn á aldrinum 617 ára.
Sérstakur frístundastyrkur hefur verið greiddur fyrir börn á aldrinum 611 ára á Akureyri frá árinu 2006. Styrkurinn hefur frá upphafi verið 10.000 kr. og gilt fyrir börn á aldrinum 611 ára en aldursviðmiðið var hækkað í 13 ára í byrjun árs 2013. Nú hefur styrkurinn hækkað um 20% og nær til allra 617 ára barna á Akureyri.