Fresta ákvörðun um áfrýjun í Snorra-málinu

Snorri í Betel.
Snorri í Betel.

Bæjarráð Akureyrar hefur frestað ákvörðun um að áfrýja máli sínu gegn Snorra Óskarssyni til hæstaréttar þar til í næstu viku. Snorri, jafnan kenndur við Betel, var sýknaður af kröfum Akureyrar í Héraðsdómi Norðurlands eystra nýverið og var málið rætt á bæjarráðsfundi í gær.

Snorra var sagt upp störfum við Brekkuskóla á Akureyri árið 2012 vegna umdeildra bloggskrifa um samkynhneigð, en uppsögnin hefur verið dæmd ólögleg, líkt og innanríkisráðuneytið hafði áður komist að niðurstöðu um.

Snorri er sýknaður af öllum kröfum Akureyrarbæjar og hyggst höfða skaðabótamál gegn bænum þar sem hann hefur verið launalaus frá 1. janúar árið 2013.

-þev



Nýjast