Hann er fæddur sama dag og Elvis Presley og David Bowie og því mætti segja að hann hafi fengið tónlistina í vöggugjöf. Karl Örvarsson er landsmönnum kunnur en hann gerði garðinn frægann með Stuðkompaníinu á sínum tíma. Undanfarin ár hefur Kalli getið sér gott orð sem skemmtikraftur og eftirherma en hyggur á endurkomu í tónlistina með hljómsveitinni Trúboðunum og er plata væntanleg í maí. Þetta er fyrsta plata Karls í rúm tuttugu ár og sú harðasta að hans sögn.
Vikudagur spjallaði við Kalla um Trúboðana, frelsunina úr poppinu, Stuðkompaníið, sköpunarþörfina, eftirhermuna og ýmislegt fleira. Viðtalið má nálgast í prentútgáfu Vikudags sem kom út í gær