Frekari tafir á vinnu við Svalbarðsstrandarveitu

Vinna við miðlunargeymi vatnsveitunnar á Svalbarðsströnd reyndist mun umfangsmeiri en áætlað var í fyrstu.  Því þarf enn að biðja íbúa að fara sparlega með kalda vatnið.  Þegar farið var að þrífa miðlunargeyminn komi í ljós að tæring var meiri en búist var við og því tekin ákvörðun um að húða hann að innan með efni sem sérstaklega er ætlað til að húða vatnsgeyma.   

Það verk ef hafið og hefur gengið ágætlega en hins vegar þarf efnið sinn þornunartíma auk þess sem það er borið á í tveimur lögum. Ekki er gert ráð fyrir að verkinu verði að fullu lokið fyrr en undir þessarar viku. Enn og aftur eru íbúar á Svalbarðsströnd beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda en ekki hefur enn borið á vatnsskorti,  segir á vef Norðurorku.

Nýjast