Framsóknarflokkurinn: Ekkert bæjarstjórahringl

Guðmundur Baldvin Guðmundsson
Guðmundur Baldvin Guðmundsson

"Það er ekki oft sem framboð lýsa því yfir fyrir kosningar að þeir styðji ákveðinn einstakling til bæjarstjóra en við framsóknarfólk höfum þegar tekið afstöðu til þessa máls og teljum rétt að Eiríkur Björn Björgvinsson verði endurráðinn bæjarstjóri á næsta kjörtímabili," Skrifar Guðmundur Baldvin Guðmundsson oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri í aðsendri grein.

" Byggjum við ákvörðun okkar m.a. á því að mikilvægt sé að ákveðin festa sé á stjórn bæjarins nú þegar fyrir liggur að a.m.k. átta bæjarfulltrúar hverfi úr bæjarstjórn að loknum kosningum. Þá hefur Eiríkur Björn að okkar mati verið traustur í sínum störfum og með breyttum áherslum nýs meirihluta á komandi kjörtímabili, þar sem hlutverk bæjarstjóra verður betur skilgreint sem talsmaður samfélags okkar, munum við saman vinna að því markmiði: Að gera góðan bæ betri."

Öll greinin

Nýjast