Sísí Rún Valgeirsdóttir á Akureyri hefur í níu ár framleitt heimatilbúnar baðvörur og kúnnahópurinn stækkar ár frá ári. Salan gengur vel. Þetta er fyrst og fremst mitt áhugamál og stór plús að fólk vilji kaupa vörurnar mínar. Ég sel eingöngu í gegnum Facebook og sendi vörur út um allt land. Ég á orðið mjög stóran kúnnahóp, segir Sísí, en rúmlega 3500 manns hafa lækað síðuna hennar á Facebook,
-Hvað með karlmenn, kaupa þeir baðvörur?
Já, ég er t.d. að föndra sérstakar raksápur og sápur fyrir karla. Karlmenn eru aðeins að byrja að spá í þetta og nokkrir eru fastakúnnar hjá mér. Líkt og konur þurfa þeir líka að hugsa um húðina og ilma vel. Svo styttist í konudaginn og um að gera fyrir karlmenn að gleðja elskuna sína á þessum degi með baðvörum, segir Sísí.
Nánar er rætt við hana í prentútgáfu Vikudags